Skrefin
Skref 1. Sækja um námsheimild. Það er gert með því að fylla út “umsókn um ökuskírteini”. Rafræn umsókn hér https://island.is/bilprof-og-fyrsta-oekuskirteinid-b-prof
Ein mynd í passamynda stærð (3.5-4.5) þarf að skila til Sýslumanns í Hafnarstræti, ekki hægt að skila inn rafrænt.
Ef nemi notar gleraugu/linsur þarf að skila inn sjónvottorði frá heimilislækni.
Fyrsta ökuskírteini er bráðabirgðaskírteini sjá nánar undir “http://bilprofid.is/aksturmat/“
Skref 2. Ökuskóli á netinu valin. Hér á Ökuskóli 1 (Ö-1) að hefjast (bóklegi hlutinn) sjá ökuskólana hér á síðunni https://bilprofid.is/okuskolar/
Í fyrsta ökutímanum förum við yfir námið framundan.
Skref 3. Æfingaakstur með leiðbeinanda getur hafist eftir 10-12 tíma og að loknum Ö-1.
Skref 4. Ökuskóli 2 kláraður. Þegar líður að undirbúningi/lærdómi fyrir bóklegt próf skal byrja á Ökuskóla 2 (Ö-2). Mátt taka bóklegt próf tveim mánuðum fyrir 17 ára afmælið. Verklegt tveim vikum fyrr.
Skref 5. Hitta ökukennara á nýjan leik eftir æfingaakstur. (Stundum hittumst við ekki fyrr en eftir að bóklega prófinu er náð og hefjum þá undirbúning fyrir verklegaprófið)
Nú er Ö-1 og Ö-2 lokið og undirbúningur fyrir bóklega prófið hefst. Eftir að það er staðið hefst undirbúningur fyrir verklegt próf.
Ökuskóli 3 má fara í hann eftir 10 ökutíma og eftir Ö-1 er lokið. ( Ökugerðið er ekki opið á veturnar á Akureyri) http://okugerdi.is Ökuskóla 3 þarf að ljúka áður en að sótt er um fullnaðarskírteini. *Ökukennari fer yfir þessi skref með ykkur og leiðir nemann áfram.
Tímafjöldi:
- Mismunandi er hversu marga ökutíma nemandi þarf. Algengur tímafjöldi er á bilinu 16-25 tímar. Samkvæmt námsskrá á tímafjöldinn að vera að lágmarki 16 tímar.
- Gott ökunám er fyrst og fremst ódýr fjárfesting einstaklings í eigin umferðaröryggi.
Hér er linkur á algengar spurningar og svör við þeim inná vef Samgöngustofu: https://www.samgongustofa.is/umferd/nam-og-rettindi/okunam/spurt-og-svarad/