Til að fá fullnaðarökuskírteini þarf að standast akstursmat hjá ökukennara.
Hafðu samband í gsm 894-9881 fyrir tíma í akstursmat. Getur hringt eða sent sms.
Þú getur líka sent skilaboð á m.me/bilprofid.is.
Hvernig fer akstursmat framm: Mætir til mín á þínum bíl,skiptir ekki máli hvort hann er beinskiptur eða sjálfskiptur. Keyrum einn hring og þú færð rafræna umsókn um fullnaðarskírteini hjá mér eftir að ég hef staðfest akstursmatið.
Akstursmat
ATH! Hægt er framkvæma akstursmatið eftir aðeins 12 mánuði ef þú ert punktalaus og búinn með Ö-3.
- Nemandinn fær bráðabirgðaökuskírteini fyrst þ.e. fyrsta skírteinið þitt sem gildir í 3 ár. Mátt koma í aksturmat eftir 1 ár eins og sagt var hér fyrir ofan.
Akstursmat er könnun á því hvort mat ökumanns á eigin aksturshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni sé í samræmi við raunverulega getu hans. Markmið akstursmats er að ökumaðurinn geri sér grein fyrir hæfni sinni og getu í umferðinni með tilliti til umferðaröryggis.